United-maðurinn í læknisskoðun í dag

Donny van de Beek hefur fengið fá tækifæri með liði …
Donny van de Beek hefur fengið fá tækifæri með liði Manchester United. AFP

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek er mættur til Frankfurt í Þýskalandi þar sem hann gengst undir læknisskoðun í dag áður en hann skrifar undir hjá félaginu.

Donny van de Beek mun yfirgefa herbúðir Manchester United í janúar en hann gekk til liðs við félagið árið 2020 frá Ajax og hefur lítið fengið að spila síðan þá.

Frankfurt hefur komist að samkomulagi við Manchester United um að Donny gangi til liðs við félagið á láni út tímabili og er Frankfurt með kauprétt á leikmanninum er lánið klárast, kaupverðið talið um 15 milljónir punda.

Donny van de Beek hefur einungis leikið 21 mínútu fyrir Manchester United á tímabilinu og á að baki 35 leiki fyrir félagið á síðustu þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka