Vill vera áfram í herbúðum Manchester United

Raphael Varane vonar að félagið lagi mistökin og framlengi samning …
Raphael Varane vonar að félagið lagi mistökin og framlengi samning hans um eitt ár. AFP/Paul Ellis

Franski miðvörðurinn Raphael Varane, vill vera áfram hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United á næsta tímabili.

Hann vonar að félagið bæti ári við samning sinn vegna mistaka sem gerð voru er hann skrifaði undir.

Samningur hans við United rennur út í júní árið 2024 en forráðamenn Manchester United eru með valkost um að framlengja samninginn um eitt ár. Varane gekk til liðs við Manchester United frá Real Madrid í ágúst árið 2021 og er nýkominn til baka í byrjunarliðið eftir nokkra stund á hliðarlínunni vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka