Eldsnögg viðbrögð Vicarios (myndskeið)

Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham Hotspur, var eldsnöggur að bregðast við þegar liðið mætti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi.

Harry Toffolo náði þá skalla að marki af örstuttu færi eftir hornspyrnu frá vinstri en Vicario sá við honum með því að verja með fótunum í 2:0-sigri Tottenham.

Dean Henderson varði nokkrum sinnum afar vel fyrir Crystal Palace í 2:2-jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City og þá vörðu þeir Alisson og André Onana báðir vel í erkifjendaslag Liverpool og Manchester United.

Bestu markvörslur 17. umferðar úrvalsdeildarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka