Dregið var í undanúrslit enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Liverpool og Chelsea, stærstu liðin í pottinum, drógust ekki saman og gætu því mæst í úrslitum.
Liverpool dróst gegn Fulham og Chelsea dróst gegn Middlesbrough úr B-deildinni. Leikið verður heima og heiman í undanúrslitum og úrslitaleikurinn verður á Wembley.
Fyrri leikir einvíganna fara fram í vikunni sem hefst 8. janúar og seinni leikirnir í vikunni sem hefst 22. janúar.
Liverpool og Chelsea mættust í úrslitum í keppninni árið 2022 og vann Liverpool þá í vítakeppni.