Réðst á markvörð Chelsea

Ljósmynd/Skjáskot

Óprúttinn stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea er kominn í vandræði eftir að hann réðst á Martin Dúbravka, markvörð Newcastle, í leik liðanna í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöldi.

Stuðningsmaðurinn óð inn á völlinn eftir að Mykhailo Mudryk jafnaði í 1:1 í uppbótartíma og veittist að slóvakíska markverðinum. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Dúbravka vann Chelsea í vítakeppni. 

Á stuðningsmaðurinn von á banni frá félagi sínu og fangelsisvist, en stuðningsmaður Leeds fékk 12 vikna fangelsisdóm fyrir að veitast að Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, á síðustu leiktíð. Þá fékk hann einnig sex ára bann frá leikjum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka