Skrifaði undir hjá Forest

Nuno Espírito Santo er tekinn við Nottingham Forest.
Nuno Espírito Santo er tekinn við Nottingham Forest. AFP

Portúgalinn Nuno Espírito Santo hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri karlaliðs Nottingham Forest. Skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning, sem rennur út sumarið 2026.

Nuno var síðast stjóri Al-Ittihad, meistara Sádi-Arabíu, en var látinn taka pokann sinn eftir slæmt gengi í byrjun nóvember.

Þar áður var hann rekinn frá Tottenham Hotspur eftir stutt stopp en bestum árangri náði hann með Wolverhampton Wanderers, sem Nuno stýrði á árunum 2017 til 2021 og festi í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarlið.

Hann tekur við starfinu af Steve Cooper, sem var rekinn í gær eftir rúmlega tveggja ára starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka