Arsenal vermir toppsætið yfir jólin

Arsenal siglir inn í jólin á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir jafntefli í toppslag gegn Liverpool á Anfield. Lokatölur 1:1.

Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti. Fyrsta marktilraunin var þeirra sem og fyrsta tilraunin á markið.

Það var svo strax á 4. mínútu sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Aukaspyrna utan af velli frá Martin Ødegaard rataði beint á kollinn á Gabriel Magalhães sem reif sig frá Ibrahima Konaté og stýrði boltanum fram hjá Alisson í marki Liverpool.

Gabriel Magalhães skorar gott mark og kemur Arsenal yfir.
Gabriel Magalhães skorar gott mark og kemur Arsenal yfir. AFP

Liverpool vaknaði við þá blautu tusku sem mark Arsenal var og náði yfirhöndinni úti á vellinum. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu heimamenn verið um 60% með boltann án þess þó að skapa sér afgerandi færi.

Liverpool gerði tilkall til vítaspyrnu og bæði lið fengu ágætis sénsa til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum en ekkert vildi undan láta þar til Mohamed Salah fékk tíma í teignum á 29. mínútu. Hann fékk að fara á sinn frábæra vinstri fót og þá var ekki að spyrja að því. Egyptinn smellti boltanum upp í nærhornið alveg út við stöng og Raya réð ekki við skotið.

Mohamed Salah fagnar fyrsta marki sínu og Liverpool í dag.
Mohamed Salah fagnar fyrsta marki sínu og Liverpool í dag. AFP

Seinni hálfleikur einkenndist af miklum hraða framan af án þess að liðunum tækist að skapa sér afgerandi færi.

Skyndilega komust Liverpool-menn fimm gegn tveimur varnarmönnum Arsenal í hraðri sókn sem endaði með því að Salah lagði boltann á Trent Alexander-Arnold. Englendingurinn var óheppinn með skopp á boltanum og náði ekki að halda honum niðri og hann small í þverslánni.

Að lokum sættust liðin á skiptan hlut í frábærum toppslag.

Mbl.is fylgdist með og færði ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Liverpool 1:1 Arsenal opna loka
90. mín. Ben White (Arsenal) fær gult spjald Stöðvar boltann með höndinni úti á miðjum velli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert