Hákon gerði langan samning við Brentford

Hákon Rafn Valdimarsson er kominn til Brentford á Englandi.
Hákon Rafn Valdimarsson er kominn til Brentford á Englandi. Ljósmynd/Brentford

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er kominn til enska félagsins Brentford frá Elfsborg í Svíþjóð. Brentford greiðir um 2,6 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Hákon gerði samning við enska úrvalsdeildarfélagsið til ársins 2028 með möguleika á framlengingu til ársins 2030.

Hann var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð, þar sem hann hélt 13 sinnum hreinu er Elfsborg var hársbreidd frá því að verða sænskur meistari.

Hákon hefur byrjað síðustu þrjá landsleiki og þar á meðal útileik gegn Portúgal í undankeppni EM. Hann er 22 ára og uppalinn hjá Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert