Rifja upp glæsimark Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen og Frank Lampard að fagna glæsilega markinu.
Eiður Smári Guðjohnsen og Frank Lampard að fagna glæsilega markinu. AFP

Í dag er liðið 21 ár frá því Eiður Smári Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark gegn Leeds þegar hann lék með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Chelsea vann leikinn 3:2 og Eiður skoraði fyrsta mark Chelsea í leiknum með magnaðri hjólhestaspyrnu eftir sendingu frá Frank Lampard.

Eiður spilaði með Chelsea á árunum 2000-2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert