Portúgalskur táningur til Englands

Rodrigo Ribeiro er kominn til Nottingham Forest.
Rodrigo Ribeiro er kominn til Nottingham Forest. Ljósmynd/Nottingham Forest

Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur fengið framherjann unga Rodrigo Ribeiro að láni út tímabilið. Nottingham-félagið hefur kost á að kaupa Ribeiro eftir tímabilið.

Ribeiro er aðeins átján ára gamall en hefur leikið með U20 ára landsliði Portúgals. Hann hefur leikið sjö leiki með Sporting, sex þeirra í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Fyrsti leikurinn kom gegn enska liðinu Manchester City í Meistaradeildinni í mars 2022 þegar hann var aðeins 16 ára gamall.

Ribeiro hefur skorað 11 mörk í 42 leikjum með varaliði Sporting í C-deild Portúgals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert