Rúnar á leið til Kaupmannahafnar

Rúnar Alex Rúnarsson í leik gegn Wolves.
Rúnar Alex Rúnarsson í leik gegn Wolves. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er sagður vera á leið til danska félagsins FC Kaupmannahafnar. Þetta kemur fram á dönsku fréttaveitunni bold.dk.

Forráðamenn FC Kaupmannahafnar eru í leit að markverði þar sem Kamil Grabara, markvörður félagsins, er á leið til þýska félagsins Wolfsburg í sumar.

Rúnar Alex er á láni hjá velska félaginu Cardiff, sem leikur í ensku B-deildinni, en mun snúa til baka til Arsenal áður en gengið verður frá félagskiptunum til Danmerkur. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Rúnar leikur í Danmörku en hann lék með FC Nordsjælland á árunum 2014 til 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert