Sannfærandi sigur Arsenal á Liverpool

Arsenal hafði betur gegn Liverpool, 3:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag og kom sér inn í toppbaráttuna.

Liverpool er með 51 stig á toppi deildarinnar og Arsenal með 49 í öðru sæti. Þetta var aðeins annað tap Liverpool á tímabilinu.

Arsenalmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Það var aðeins um korter liðið af leiknum þegar þeir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir að sending frá Oleksandr Zinchenko opnaði upp vörn Liverpool. Kai Haverts mætti einn á móti Alisson Becker í markinu sem gerði mjög vel og varði skotið en frákastið endaði hjá Bukayo Saka sem tók eina snertingu og hamraði svo boltanum í netið. 

Arsenal var með stjórnina allan fyrri hálfleikinn en undir lokinn komu risastór mistök í vörn Arsenal. Ryan Gravenberck sendi boltann á Luis Díaz inn í teig sem fékk William Saliba í bakið, Saliba ætlaði að skýla boltanum fyrir David Raya en hann var límdur við línuna og kom of sein út á móti boltanum, Díaz náði þá stóru tá á boltann sem fór þá í Gabriel sem sló hann inn í markið, staðan því 1:1 í hálfleik en Liverpool var ekki með eitt skot á markið. 

Arsenalmenn voru þó hvergi hættir og Martin Ödegaard lék á ALexander-Arnold á 52. mínútu og fór í skot en IbrahiKonate komst fyrir það. 

Luis Diaz og Gabriel Magalhaes í baráttu á Emirates í …
Luis Diaz og Gabriel Magalhaes í baráttu á Emirates í dag en Diaz átti mestan þátt í sjálfsmarki sem Gabriel skoraði og jafnaði metin í 1:1. AFP/Ian Kington

Á 67. mínútu komu dýrkeypt mistök frá Virgil Van Djik, fyrirliða Liverpool, og Alisson í markinu. Það kom há sending sem lenti á milli þeirra, hvorugur náði til hans og þeir flæktust fyrir hvor öðrum á meðan að Martinelli setti boltann í netið, 2:1.

Bukayo Saka skorar og kemur Arsenal yfir í leiknum í …
Bukayo Saka skorar og kemur Arsenal yfir í leiknum í dag. AFP/Adrian Dennis

Á 77. mínútu var Mac Allister nálægt því að jafna metin fyrir Liverpool eftir hornspyrnu. Boltinn fór hátt í loftið og hann tók skot í fyrstu snertingu sem endaði rétt framhjá.

Tiago Alcantara spilaði fyrstu mínútur hans á tímabilinu en hann fékk ekki að njóta sín lengi. Aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk Konate hans annað gula spjald og þar með rautt og Liverpool leikmenn spiluðu manni færri síðustu tíu mínútur leiksins.

Arsenal nýtti yfirtöluna og leikmenn Liverpool virtust búnir með alla orku undir lok leiks. LeonardoTrossard lék á Harvey Elliott og spretti upp völlinn og inn í teig, þar var enginn samherji með honum svo hann setti boltann í gegnum klofið á Alisson og í netið. Niðurstaðan því verðskuldaður sigur Arsenal, 3:1.

Arsenal 3:1 Liverpool opna loka
90. mín. Darwin Núnez (Liverpool) fær gult spjald Fyrir frekjukast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert