Hvers vegna ættum við ekki að fagna?

Leikmenn Arsenal fagna þriðja markinu sem Leandro Trossard skoraði.
Leikmenn Arsenal fagna þriðja markinu sem Leandro Trossard skoraði. AFP/Ian Kington

Martin Ödegaard, hinn norski fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, er ósammála þeim sem hafa gagnrýnt hann og liðsfélaga hans fyrir að fagna ótæplega eftir sigurinn mikilvæga á Liverpool í úrvalsdeildinni í gær.

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal tók rækilega þátt í gleðinni, ekki síst þegar hann fagnaði öðru og þriðja marki liðsins en Arsenal vann leikinn 3:1 og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool í toppbaráttu deildarinnar.

Þessi mikla kæti fór fyrir brjóstið á sumum sem töldu að Arsenalmenn ættu að bíða með fagnaðarlætin þar til þeir ynnu titilinn. Ödegaard er ekki á þeirri skoðun:

„Ef þú mátt ekki fagna þegar þú vinnur leik, hvenær máttu þá fagna? Við erum ánægðir með sigurinn og verðum áfram auðmjúkir," sagði Norðmaðurinn í dag, samkvæmt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert