Hamrarnir flengdir á heimavelli

Bukayo Saka og Ben Johnson eigast við í Lundúnum.
Bukayo Saka og Ben Johnson eigast við í Lundúnum. AFP/Adrian Dennis

Arsenal-menn niðurlægðu Hamrana í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn endaði 6:0 fyrir Arsenal.

Arsenal er í þriðja sæti með 52 stig, jafnir Manchester City sem er í öðru sæti. West Ham er í áttunda sæti með 36 stig.

Arsenal-menn byrjuðu leikinn vel og voru með alla stjórn á honum en Hamrarnir vörðust ágætlega til að byrja með. Á 32. mínútu skoraði William Saliba fyrsta mark leiksins og eftir það áttu heimamenn ekki möguleika. Declan Rice lagði upp markið en Saliba stangaði boltann inn eftir inn hornspyrnu sem Rice tók.

Á 41. mínútu  komst Bukayo Saka í frábært færi, einn á móti markmanni en Alphonse Areola mætti honum og steig á hann og eftir VAR skoðun var dæmt víti. Saka fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi, 2:0.

Rice lagði upp annað mark hans á 44. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu sem Gabriel Magalhaes  skallaði inn af stuttu færi í nærhornið.

Martin Ödegaard lagði svo upp fjórða mark Arsenal í fyrri hálfleik sem Leonardo Trossard skoraði. Hann fékk boltann frá Ödegaard inn í teig, fór yfir á hægri og setti svo boltann í samskeytin.

Arsenal skoraði því fjögur mörk á stundarfjórðungi en West Ham átti ekki skot á markið og snerti ekki boltann inn í teig Arsenal í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn West Ham fengu nóg og stúkan var hálf tóm í seinni hálfleik.

West Ham gerði tvær breytingar í hálfleik, Konstantinos Mavropanos og Kalvin Phillips komu inn á fyrir Kurt Zouma og Edson Álvarez. Þeir fengu það erfiða verkefni að breyta stöðunni sem er nánast ekki hægt þegar leikmenn liðsins spila eins og þeir vilji ekki vera á vellinum.

Ekkert breyttist í seinni hálfleik. Arsenal-menn gerðu allt sem þeir vildu og Hamrarnir leyfðu þeim það.

Á 63. mínútu skoraði Saka hans annað mark og fimmta mark Arsenal eftir stoðsendingu frá Ödegaard. Hann fékk pláss, lék svo á tvo varnarmenn og skoraði.

Tveimur mínútum síðar skoraði Rice svo sjálfur eftir að hafa lagt upp tvö mörk geng hans gamla félagi. Hann átti þrumuskot fyrir utan teig eftir að boltinn fór framhjá bæði Trossard og Ödegaard og fagnaði svo ekki.

Hrikalegur leikur hjá Hömrunum sem hafa ekki unnið leik síðan 28. desember.

West Ham 0:6 Arsenal opna loka
90. mín. Kalvin Phillips (West Ham) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert