Skytturnar í aðalhlutverki (myndskeið)

Þrjú af sex mörkum Arsenal í 6:0-sigrinum á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi voru á meðal þeirra fallegustu í 24. umferð deildarinnar.

Enginn skortur var á fallegum mörkum þar sem öll þrjú mörk Newcastle United í 3:2-sigri á Nottingham Forest, öll þrjú mörk Chelsea í 3:1-sigri á Crystal Palace og bæði mörk Erlings Haalands í 2:0-sigri Manchester City á Everton hljóta einnig náð fyrir augum úrvalsdeildarinnar í samantektinni að þessu sinni.

Fallegustu mörk 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert