„Áhyggjuefni ef hann fer yfir til Manchester United“

Eddie Howe á hliðarlínunni.
Eddie Howe á hliðarlínunni. AFP/Adrian Dennis

Eddie Howe, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Newcastle United, segir það vera mikið áhyggjuefni að yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu gæti verið á förum.

Forráðamenn Manchester United hafa sett sig í samband við Dan Ashworth um að taka við hjá United og verða fyrsti yfirmaður knattspyrnumála í sögu félagsins.

Ashworth hefur lengi verið talinn einn sá færasti í að finna unga og hæfileikaríka leikmenn en hann hefur áður starfað hjá West Bromwich Albion, Brighton og nú Newcastle. 

Á blaðamannafundi fyrir leik Newcastle og Bournemouth sem endaði 2:2 á laugardag var Eddie Howe spurður út í mögulega brottför Asworth.

„Það er áhyggjuefni ef hann fer til Manchester United vitandi öll leikmannaplön og félagaskiptaplön okkar. Ashworth veit hvað við ætlum að gera og því er hann í mikilvægri stöðu hjá félaginu, hann er með fullt af viðkvæmum upplýsingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert