Glórulaus tækling og beint rautt spjald (myndskeið)

Mason Holgate, leikmaður Sheffield United, hlaut beint rautt spjald gegn Brighton í dag en liðin eigast nú við í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Rauða spjaldið kom á tólftu mínútu leiksins þegar Holgate tæklaði Mitoma hátt á fætinum og hæfði hann í hnéð með takkana á skónum sínum á undan sér.

Dómari leiksins, Stuart Atwell, var beðinn um að fara í skjáinn og skoða brotið betur eftir að hann gaf Holgate gult spjald og eftir athugun kom í ljós að brotið var ljótt og uppskar Holgate rauða spjaldið. Því ljóst að Sheffield-menn eiga erfitt verk fyrir hendi, leika manni færri í 78 mínútur. 

Tæklinguna má sjá hér í spilaranum að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert