Á leiðinni til Manchester United?

Dan Ashworth er væntanlega á leið til Manchester United.
Dan Ashworth er væntanlega á leið til Manchester United. AFP/Niklas Halle'n

Manchester United hefur haft formlegt samband við Newcastle United um að fá yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, Dan Ashworth, í sínar raðir.

Newcastle staðfesti fyrr í dag að Ashworth væri kominn í leyfi frá störfum eftir að hann hefði óskað eftir því að vera leystur undan samningi. Hann er áfram á launum hjá Newcastle á meðan leyfið er í gildi.

Þá er Ashworth samningsbundinn Newcastle til sumarsins 2025 og því er ljóst að félagið mun fara fram á greiðslu fyrir hann frá Manchester United. Samkvæmt BBC telur Newcastle sig vera í fullum rétti til að fara fram á tíu milljónir punda eða hærri upphæð fyrir Ashworth. United ætli sér hins vegar ekki að láta þvinga sig til að greiða of mikið.

Ashworth starfaði hjá enska knattspyrnusambandinu þar sem honum var eignaður talsverður heiður af sigrum Englands á heimsmeistaramótum U17 ára og U20 ára árið 2017, og þá tók hann virkan þátt í uppsveiflu Brighton fyrir nokkrum árum með því að fá Graham Potter til félagsins. Hann yfirgaf Brighton árið 2022 og fór þá til Newcastle við svipaðar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert