Leikirnir sem toppliðin á Englandi eiga eftir

Mikel Arteta, Pep Guardiola og Jürgen Klopp.
Mikel Arteta, Pep Guardiola og Jürgen Klopp. AFP

Baráttan um Englandsmeistaratitlinn gæti ráðist í lokaumferðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Liverpool trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 57 stig þegar þrettán umferðum er ólokið en Arsenal fylgir Liverpool eins og skugginn í öðru sætinu með 55 stig.

Manchester City er í þriðja sætinu með 53 stig og á leik til góða á Liverpool og Arsenal. City tekur á móti Brentford í kvöld í frestuðum leik og getur með sigri minnkað forskot Liverpool í eitt stig.

Ef horft er til stöðu liða í deildinni á Liverpool auðveldasta leikjaplanið af toppliðunum þremur, Arsenal kemur þar á eftir og svo Manchester City en athygli vekur að öll þrjú félögin enda tímabilið á heimavelli.

Leikirnir sem toppliðin eiga eftir:

Liverpool: Luton (H), Nottingham Forest (Ú), Manchester City (H), Everton (Ú), Brighton (H), Sheffield United (H), Manchester United (Ú), Crystal Palace (H), Fulham (Ú), West Ham (Ú), Tottenham (H), Aston Villa (Ú), Wolves (H).

Arsenal: Newcastle (H), Sheffield United (Ú), Brenford (H), Chelsea (H), Manchester City (Ú), Luton (H), Brighton (Ú), Aston Villa (H), Wolves (Ú), Tottenham (H), Bournemouth (H), Manchester United (Ú), Everton (H).

Manchester City: Brentford (H), Bournemouth (Ú), Manchester United (H), Liverpool (Ú), Brighton (Ú), Arsenal (H), Aston Villa (H), Crystal Palace (Ú), Luton (H), Tottenham (Ú), Nottingham Forest (Ú), Wolves (H), Fulham , West Ham (H).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert