Norðmaðurinn fær langtímasamning hjá City

Oscar Bobb fagnar marki með Manchester City gegn Newcastle í …
Oscar Bobb fagnar marki með Manchester City gegn Newcastle í janúar. AFP/Oli Scarff

Norski knattspyrnumaðurinn Oscar Bobb er að skrifa undir nýjan langtímasamning við Englandsmeistara Manchester City.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Bobb, sem er einungis tvítugur, gekk til liðs við City frá Vålerenga árið 2019 en hann er uppalinn hjá Lyn í Noregi.

Hann hefur komið við sögu í átta leikjum með City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark og lagt upp annað en núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2026.

Í frétt Sportsmail kemur meðal annars fram að Bobb muni fá umtalsverða launahækkun þegar hann skrifar undir nýjan samning en hann á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Noreg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert