Liverpool er deildabikarmeistari

Úrslitaleikur Liverpool og Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu á Wembley fór í framlengingu en tvö mörk voru dæmd af í venjulegum leiktíma. Eftir framlengingu stóð Liverpool uppi sem sigurvegari en Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið á 118. mínútu leiksins. 

Fyrrhálfleikur var góð skemmtun og mikið af færum, aðallega Liverpool megin. Fyrsta færi leiksins kom á níundu mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Andrew Robertson en þeir Luis Díaz og Cody Gakpo voru á svipuðum stað inn í teigDíaz fór í skallann en hann endaði hjá Djordje Petrovic í markinu. 

Axel Disasi lenti í vandræðum á 14. mínútu þegar hann rann og Gakpo tók boltann. Hann sendi á Díaz sem var í fínu færi en skotið varið. 

Meiðslalisti Liverpool lengdist

Á 27. mínútu braut Moisés Caicedo illa á Ryan Gravenberch sem var borin af velli. Liverpool var þegar með hálft byrjunarliðið á meiðslalista fyrir leikinn en til dæmis eru AlissonBecker, Curtis Jones, Darwin Núnez, MoSalah , DiogoJota, Dominik Szoboszlai og Trent Alexander-Arnold  allir frá vegna meiðsla. 

EItt besta færi leiksins kom eftir rúmlega 20 mínútur en Caoimhin Kelleher gerði frábærlega í markinu eftir stórsókn hjá Chelsea. Raheem Sterling fékk boltann inn í teig en Bradleynáði að pota honum í burtu en þá datt boltinn fyrir Cole Palmer sem fór í fast skot en Kelleher varði af stuttu færi.  

Eftir um hálftíma leik skoraði Sterling mark eftir sendingu frá Jackson en eftir VAR skoðun frá áhugaverðu sjónarhorni var markið dæmt af vegna rangstöðu. 

Raheem Sterling og Ibrahima Konate í baráttu í dag.
Raheem Sterling og Ibrahima Konate í baráttu í dag. AFP/Glyn Kirk

 

Tíu mínútum síðar fékk Gakpo frábært færi en hann skallaði sendingu frá Robertson í stöngina. 

Mikið var um brot en gula spjaldið fór ekki á loft fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Ben Chilwell og Conor Bradley lentu í samstuði en Bradley var færður upp á kantinn eftir að Gravenberch fór meiddur af velli. Leikmenn liðanna hópuðust að þeim og þeir fengu báðir spjald og mikill hiti í leiknum. 

Ekki var mikið um góð færi í seinni hálfleik en á 60. mínútu skoraði fyrirliði Liverpool, Virgil van Dijk mark fyrir Liverpool eftir frábæra aukaspyrnu sem Robertson tók. Eftir langa VAR skoðun var markið dæmt af vegna þess að Wataru Endo, var rangstæður í uppbyggingunni. 

Á 76. Mínútu fékk Gallagher frábært færi eftir fullkomna sendingu frá Palmer, hann renndi boltanum í fjærhornið en hann fór í stöngina og burt. 

Conor Gallagher.
Conor Gallagher. AFP/Adrian Dennis

 

Engin Alisson, ekkert vandamál 

Á 93. mínútu fékk Chelsea ótrúlegt færi og alveg hreint magnað að þeir skoruðu ekki. Færið byrjaði á skoti frá Nkunku  af stuttu færi en Kelleher varði, því næst datt boltinn fyrir Gusto  sem skaut en það endaði í Gallagher. Þá fékk Nkunku annað tækifæri en Kelleher varði aftur! 

Caoimhin Kelleher átti frábæran leik.
Caoimhin Kelleher átti frábæran leik. AFP/Adrian Dennis

 

Eins og síðast þegar liðin mættust í úrslitaleik endaði leikurinn 0:0 og það var farið í framlengingu. 

Menn voru þreyttir í framlengingunni og fyrri hálfleikur rólegur og endaði markalaus. Í seinni hálfleik steig fyrirliði Liverpool upp og stangaði boltann í netið, í annað sinn í leiknum, í þetta skipti stóð markið og Virgil van Dijk er hetja Liverpool. 

Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool.
Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool. AFP/Adrian Dennis

 

Chelsea 0:1 Liverpool opna loka
120. mín. ÞRemur mínútum bætt við, nóg eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert