Telur þetta vera ástæðuna fyrir tapi Chelsea

Svekktur Pochettino í dag.
Svekktur Pochettino í dag. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum svekktur eftir 1:0 tap gegn Liverpool í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu.

Bæði lið fengu fjölda góðra tækifæra að komast yfir en hvorugu liðinu tókst að skora löglegt mark í venjulegum leiktíma, en bæði lið skoruðu mörk sem voru dæmd af eftir skoðun í VAR-herberginu. 

„Við sköpuðum okkur fjögur, fimm eða sex tækifæri til þess að komast yfir í dag en við náðum ekki að skora. Í leik sem þessum þá er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við skoruðum ekki og svo fengum við á okkur mark á síðustu mínútunni. Það er erfitt að vinna leik ef þú notar ekki þau tækifæri sem þú færð,“ sagði Pochettino eftir leik. Pochettino er enn að leita að sínum fyrsta titli sem stjóri á Englandi. 

„Leikmennirnir eru svekktir að hafa tapað þessum leik því við vorum svo nálægt því að vinna í venjulegum leiktíma. Að tapa svona er vont en við þurfum bara að halda áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert