Biðst afsökunar á ljótum ummælum um svarta leikmenn

Stuart Webber.
Stuart Webber. Ljósmynd/Norwich

Fyrrverandi íþróttastjóri enska knattspyrnufélagsins Norwich, Stuart Webber, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla í viðtali. 

Í viðtali við The Pink Un nefndi Webber fimm leikmenn sem hefðu getað endað í fangelsi eða rugli ef ekki fyrir fótboltann. Bætti hann við að hjálpa slíkum leikmönnum veiti honum mikla ástríðu. 

Athygli og reiði vakti að Webber nefndi aðeins svarta leikmenn en meðal þeirra voru þeir Raheem Sterling og Max Aarons. 

Móðir Aaarons, Amber, var allt annað en sátt og sakaði Webber um rasisma. 

Webber hefur nú heyrt í fjölskyldum leikmannanna fimm og beðist afsökunar á ummælum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert