Portúgalski knattspyrnustjórinn Rúben Amorim er líklegur eftirmaður Jürgens Klopps hjá Liverpool, nú þegar ljóst er að félagið nær ekki að fá Xabi Alonso frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Sky Sports greinir frá. Alonso hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Bayern München en hann ætlar að vera áfram með Leverkusen í eitt tímabil til viðbótar, hið minnsta.
Amorim hefur gert góða hluti með Sporting í heimalandinu og þá er leikstíll hans og Klopps svipaður. Vann Sporting bæði deildina og bikarinn árið 2021 og svo bikarinn aftur árið 2022 undir stjórn Amorims.