Stórmeistarajafntefli í Manchester

Gabriel Jesus í liði Arsenal í baráttunni við City-manninn Manuel …
Gabriel Jesus í liði Arsenal í baráttunni við City-manninn Manuel Akanji. AFP/Darren Staples

Manchester City og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Ethiad-leikvanginum í Manchester í dag. 

Úrslitin þýða það að Liverpool er komið í toppsæti deildarinnar með 67 stig. Arsenal er í öðru með 65 og City í þriðja með 64. 

Leikurinn sjálfur var nokkuð bragðdaufur. Besta færi City fékk Nathan Áke snemma leiks er hann stangaði boltann eftir hornspyrnu en David Raya, markvörður Arsenal, varði á línu. 

Gabriel Jesus komst í nokkur færi hinum megin en nýtti þau illa. 

Mikel Arteta og Pep Guardiola knúsa hvorn annan fyrir leik.
Mikel Arteta og Pep Guardiola knúsa hvorn annan fyrir leik. AFP/Darren Staples

Í seinni hálfleik mátti sjá slíkt hið sama. Liðin voru hrædd við að fá á sig mark og vörðust vel hvort öðru. 

Að lokum eru þau sennilega bæði sátt með stigið en titilbaráttan er að stigmagnast. 

Manchester City fær Aston Villa í heimsókn á miðvikudaginn kemur en Arsenal mætir Luton sama kvöld. 

Man. City 0:0 Arsenal opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert