Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United voru margir hverjir ósáttir við síðuna OptaJoe í dag.
OptaJoe birtir tölfræði úr enska boltanum á X, áður Twitter, en snið síðunnar var aðeins öðruvísi í dag enda 1. apríl.
Manchester United hefur ekki fagnað góðum árangri á þessu tímabili en liðið er í sjötta sæti deildarinnar, átta stigum frá Tottenham í fimmta.
OptaJoe birti færslu í dag þar sem segir: „Manchester United hefur átt flest skot allra liða í deildinni þar sem að ef boltinn hefði farið á markið, hefði það endað með marki.“
Stuðningsmenn United voru margir hverjir ósáttir við þá færslu í athugasemdum og héldu fram að síðan væri að nota félagið til að fá athygli.
32 - Man Utd have had more shots where it would have been a goal if it had been on target than any other team this season. Leathered. pic.twitter.com/vaMwITdHxX
— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2024