Spilaði með heilahristing

Raphael Varane.
Raphael Varane. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Raphael Varane, miðvörður Manchester United, hefur greint frá því að hann lauk eitt sinn leik með franska landsliðinu þrátt fyrir að vera með heilahristing.

Það gerði Varane á HM 2014 í Brasilíu og kveðst hafa lokið leiknum á eins konar sjálfstýringu.

Varane segist í samtali við franska miðilinn L’Équipe hafa farið illa með líkamann sinn með því að spila fótbolta.

Stöðug högg hafa langtímaáhrif

„Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki tafarlausum skaða vitum við að stöðug högg geta haft skaðleg áhrif til langs tíma.

Ég veit ekki hvort ég nái 100 ára aldri en ég veit að ég hef skaðað líkamann minn. Það verður að kenna öllu ungu fólki og áhugamönnum hættuna sem getur stafað af því að skalla boltann,“ sagði Varane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert