Forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni hafa blandað sér í baráttuna um Rúben Amorim, stjóra Sporting í Portúgal.
Það er Independent sem greinir frá þessu en Amorim, sem er 39 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool undanfarna daga.
Barcelona er einnig í leit að nýjum knattspyrnustjóra þar sem Xavi ætlar að stíga til hliðar eftir yfirstandandi tímabil.
Amorim hefur stýrt Sporting frá árinu 2020 en stýrði þar áður Braga. Hann gerði Sporting að meisturum á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins og var það fyrsti meistaratitill félagsins í 19 ár.