Leikmenn Brighton naga sig í handarbökin (myndskeið)

Brighton & Hove Albion fékk nokkur úrvals færi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Danny Welbeck fékk tvö þeirra og Joao Pedro eitt en allt kom fyrir ekki.

Ivan Toney fékk þá besta færi Brentford í leiknum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert