Brentford og Brighton & Hove Albion gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í Vestur-Lundúnum í kvöld.
Brighton er áfram í níunda sæti en nú með 43 stig. Brentford heldur kyrru fyrir í 15. sæti þar sem liðið er með 28 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.
Brighton var töluvert meira með boltann í leiknum og fékk nokkur góð færi undir lok hans en allt kom fyrir ekki.
Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahópi Brentford.