Það var mikið fjör er Aston Villa og Brentford skildu jöfn, 3:3, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Aston Villa komst í 2:0, en Brentford svaraði með því að komast í 3:2, áður en Ollie Watkins skoraði sitt annað mark og þriðja mark Villa, gegn sínum gömlu félögum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.