Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með stórsigri á nýliðum Luton Town, 5:1. City hefur tveggja stiga forskot á Arsenal og Liverpool sem hafa leikið einum leik færra en City.
Fyrsta mark leiksins var skráð sem sjálfsmark á Daiki Hashioka, Erling Haaland átti þá bakfallspyrnu sem lenti í varnarmanninum og breytti, heppilega fyrir Norðmanninn, um stefnu og Thomas Kaminski kom engum vörnum við í marki Luton.
Mateo Kovacic, Haaland, Jeremy Doku og Josko Gvardiol bættu við mörkum fyrir meistarana en Ross Barkley minnkaði muninn í 3:1 fyrir Luton.
Mörkin eru í spilaranum hér að ofan