Enski landsliðsmaðurinn, Kyle Walker er aftur mættur í leikmannahóp Manchester City sem mætir Luton Town í dag í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir meiðsli.
Walker fór af velli eftir aðeins 20 mínútur í vináttuleik Englands gegn Brasilíu í lok mars en hann meiddist í aftanverðu læri.
Walker missti af síðustu fimm leikjum liðsins, þar á meðal 3:3 jafntefli City gegn Real Madríd í Meistaradeild Evrópu.
Hann er í leikmannahópinn í dag en hann byrjar á bekknum þegar City mætir Luton á heimavelli klukkan 14.00.