Jürgen Klopp var óánægður með frammistöðu Liverpool gegn Crystal Palace á Anfield í Liverpoolborg í dag. Hann segir slakan fyrri hálfleik hafa orðið þeim að falli.
„Tölfræði okkar í fyrri hálfleik var ekki eins góð og í þeim síðari. Það er augljóst að við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik“.
„Við breyttum um leikaðferð í síðari hálfleik og á eðlilegum degi skorum við úr færunum okkar. Ef svo hefði verið stæðum við hér og töluðum um 4:1 sigur okkar en þannig virkar fótboltinn ekki“.
Tapið þýðir að Liverpool er skrefi á eftir Manchester City og Arsenal í titilbaráttunni á Englandi.