Gerir grín að ensku úrvalsdeildinni

Mats Hummels er lykilmaður í liði Dortmund.
Mats Hummels er lykilmaður í liði Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Þjóðverjinn Mats Hummels notaði samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að skjóta á ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Ekkert enskt lið er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eða Evrópudeildarinnar. Eina enska liðið sem er enn í Evrópu er Aston Villa en liðið komst í undanúrslit Sambandsdeildarinnar. 

Mats Hummels hafði gaman að því en stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa oftar en ekki verið góðir með sig og kallað sína deild þá bestu í heimi. 

Þá hafa þeir kallað aðrar deildir „farmers leagues“ eða deildir fyrir bónda. Hins vegar eru þær deildir með fleiri lið áfram í Evrópumótunum. 

„Góð uppskera í vikunni, bændur mínir,“ sagði Hummels einfaldlega á X. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert