Hamrarnir með augastað á skotmarki Liverpool

Rúben Amorim.
Rúben Amorim. AFP/Patríca de Melo Moreira

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur áhuga á því að ráða Portúgalann eftirsótta Rúben Amorim, knattspyrnustjóra Sporting Lissabon, fari svo að David Moyes láti af störfum hjá Hömrunum í sumar.

The Athletic greinir frá því að Amorim sé efstur á óskalista West Ham ákveði Moyes að framlengja ekki samning sinn sem rennur út í sumar.

Spánverjinn Julen Lopetegui, sem hætti með Wolverhampton Wanderers örskömmu áður en yfirstandandi tímabil hófst, er einnig á lista hjá Hömrunum.

Ólíklegt að Amorim taki við Liverpool

West Ham er talinn fýsilegur kostur fyrir Amorim en þó er ekki vitað hve ofarlega á blaði Hamrarnir yrðu hjá Portúgalanum, þar sem búist er við því að fjöldi félaga muni berjast um hann í sumar.

Þá skýrir The Athletic frá því að ólíklegt sé að Amorim taki við stjórnartaumunum hjá Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert