Leicester upp í úrvalsdeildina eftir óvænt úrslit

Leicester er komið upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.
Leicester er komið upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. AFP/Glyn Kirk

Leicester er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta í fyrstu tilraun en það varð ljóst eftir að Leeds fékk skell á útivelli gegn QPR, 4:0, í B-deildinni í kvöld.

Úrslitin þýða að Leicester getur ekki endað neðar en í öðru sæti og er því öruggt með sæti í deild þeirra bestu.

Leeds þarf helst að vinna Southampton í lokaumferðinni og treysta á að Ipswich misstigi sig í þeim þremur leikjum sem liðið á eftir.

Lucas Andersen, Sam Field, Ilias Chair og Lyndon Dykes skoruðu mörk QPR í kvöld, en Lundúnaliðið er í 16. sæti með 53 stig. Leeds er í öðru sæti með 90.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert