Liverpool greiðir hátt verð fyrir Slot

Arne Slot verður næsti stjóri Liverpool.
Arne Slot verður næsti stjóri Liverpool. AFP/Maurice van Steen

Enska knattspyrnufélagið Liverpool þarf að greiða Feyenoord frá Hollandi 9,4 milljónir punda til að fá að ráða knattspyrnustjórann Arne Slot.

Félögin komust að samkomulagi þess efnis í gærkvöldi og verður sá hollenski eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool eftir tímabilið.

Þar sem félögin hafa komist að samkomulagi á Liverpool aðeins eftir að semja við Slot um kaup og kjör, sem ætti ekki að dragast á langinn.

Undir stjórn Slot varð Feyenoord hollenskur meistari á síðustu leiktíð. Liðið endar í 2. sæti hollensku deildarinnar í ár og er bikarmeistari.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert