Luton er áfram í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir ósigur gegn Wolves, 2:1, á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton í dag.
Hwang Hee-chan og Toti komu Úlfunum í 2:0 áður en Carlton Morris minnkaði muninn fyrir Luton seint í leiknum.
Með sigrinum komst Wolves upp í tíunda sæti deildarinnar.
Mörkin má sjá í myndskeiðinu en mbl.is birtir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.