Arsenal með fjögurra stiga forystu eftir grannaslaginn

Pierre-Emile Hojbjerg varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark
Pierre-Emile Hojbjerg varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark AFP/Ben Stansall

Arsenal vann 3:2 sigur á liði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Tottenham Hotspur Stadium í London.

Arsenal var með 3:0 forystu í hálfleik en heimamenn bitu frá sér í seinni hálfleik en náðu ekki að jafna metin. 

Þessi úrslit þýða að Tottenham er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 60 stig en Arsenal er komið með 80 stig og er á toppi deildarinnar. Manchester City er í öðru sæti með 76 stig en á tvo leiki til góða á Arsenal. Næsti leikur Tottenham er gegn Chelsea á Stamford Bridge á fimmtudagskvöldið en Arsenal spilar næst gegn Bournemouth á heimavelli næsta laugardag.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur á Tottenham Hotspur Stadium í dag. Voru með með boltann en voru ekki að koma sér í góð færi. Leikmenn Arsenal vörðust vel og nýttu vel föst leikatriði og það var einmitt úr einu slíku sem fyrsta mark Arsenal kom.

Á 15. mínútu leiksins tók Bukayo Saka góða hornspyrnu á nærstöngina og þar varð Pierre-Emile Höjbjerg fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark, 1:0 fyrir Arsenal.

Í kjölfarið kom góður kafli hjá heimamönnum og meðal annars átti Cristian Romero skalla í stöngina eftir aukaspyrnu James Maddison á 20. mínútu leiksins. Þeir héldu svo að þeir hefðu jafnað metin tveimur mínútum síðar þegar Micky van de Ven setti boltann í netið en eftir skoðun í VAR-herberginu var dæmd rangstæða og því staðan ennþá 1:0 fyrir Arsenal.

Á 27. mínútu leiksins vildu leikmenn Tottenham fá vítaspyrnu en Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ekkert og í kjölfarið fór Arsenal í skyndisókn en William Saliba átti langa sending fram á Saka sem óð upp völlinn og lét vaða þegar hann var kominn inn í vítateig Tottenham og boltinn söng í netinu.

Staðan skyndilega orðin 2:0 fyrir gestina og það hreinlega sló þögn á Tottenham Hotspur Stadium.

Á 38. mínútu leiksins kom svo þriðja mark Arsenal og eins og fyrsta mark Arsenal kom það eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Declan Rice sem tók hornið og hann fann Kai Havertz á markteignum sem skallaði þetta í netið af stuttu færi, 3:0 Það leit því út fyrir öruggan sigur Arsenal í hálfleik.

En heimamenn mættu mun sprækari til leiks í seinni hálfleik án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. Leikmenn Tottenham þurftu gjöf frá David Raya, markmanni Arsenal, á 64. mínútu  leiksins til að brjóta ísinn en þá átti hann slæma sending frá markinu sem rataði beint á Cristian Romero sem setti boltann örugglega framhjá Raya og í markið, 3:1.

Þarna vöknuðu stuðningsmenn Tottenham til lífsins og krafturinn í liði heimamanna varð meiri. Aftur á móti vörðust leikmenn Arsenal áfram vel og sömuleiðis áttu gestirnir nokkrar fínar skyndisóknir sem þó skiluðu ekki marki.

Á 87. mínútu leiksins fékk Tottenham vítaspyrnu en þá var Michael Oliver sendur í skjáinn af VAR-dómurum leiksins þar sem Declan Rice hafði brotið á Ben Davies. Eftir að hafa séð atvikið aftur dæmdi Oliver vítaspyrnu sem Son Heung-min skoraði örugglega úr. Staðan var því orðin 3:2 og ennþá nokkar mínútur eftir.

Tottenham sótti án afláts eftir þetta en fann ekki glufu á vörn Arsenal og því fór það þannig að gestirnir fögnuðu 3:2 sigri.


Tottenham 2:3 Arsenal opna loka
90. mín. Arsenal fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert