Ungstirni Arsenal vekur athygli (myndskeið)

Heimavöllur Arsenal
Heimavöllur Arsenal AFP/ Glyn KIRK

Danska ungstirnið Chido Obi-Martin hefur skorað 24 mörk í síðustu níu leikjum sínum fyrir U-18 ára lið Arsenal.

Obi-Martin er fæddur 29. nóvember 2007 í Glostrup í útjaðri Kaupmannahafnar. Hann gekk í raðir Arsenal frá KB síðasta sumar og hefur markaskorun hans vakið gríðarlega athygli.

Táningurinn getur spilað fyrir Danmörku, England og Nígeríu en hefur spilað fyrir yngri landslið Dana og skorað 10 mörk í 14 leikjum fyrir U-17 ára landsliðið.

Obi-Martin skoraði sjö mörk í 9:0 sigri Arsenal á Norwich í U-18 ára deild Englands á dögunum og stuðningsmenn Arsenal eru afar spenntir fyrir drengnum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert