Ange Postecoglou knattspyrnustjóri karlaliðs Tottenham er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslunnar.
Hefur hann verið ósáttur við notkun VAR í ensku úrvalsdeildinni í vetur og jókst ósætti hans eftir tap Tottenham fyrir Arsenal, 3:2, í Norður-Lundúnaslagnum síðustu helgi.
Postecoglou vill meina að myndbandsdómgæslan hafi tekið mannlega eiginleika úr fótboltanum. Að leikir séu í raun ekki dæmdir á vellinum lengur.
Postecoglou sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham gegn Chelsea á Stamford Bridge annað kvöld.
Postecoglou var tilkynnt að sænski fótboltinn fengist ekki við myndbandsdómgæslu.
„Ég ætla að flytja þangað,“ sagði stjórinn þá á léttu nótunum.