Jafnt í fallslagnum

Dominic Calvert-Lewin og Ross Barkley í skallabaráttu í leiknum í …
Dominic Calvert-Lewin og Ross Barkley í skallabaráttu í leiknum í kvöld. AFP/Henry Nicholls

Luton Town og Everton skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í Luton í kvöld.

Jafnteflið breytir litlu um stöðu beggja liða þar sem Everton er áfram í 15. sæti, nú með 37 stig, og Luton heldur kyrru fyrir í 18. sæti, fallsæti, með 26 stig og lakara markahlutfall en Nottingham Forest í sætinu fyrir ofan.

Dominic Calvert-Lewin kom gestunum í forystu um miðjan fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnu.

Elijah Adebayo jafnaði hins vegar metin fyrir Luton skömmu síðar, á 31. mínútu, þegar hann afgreiddi góða fyrirgjöf Albert Sambi Lokonga í netið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert