Tryggði sér gullhanskann í gær

David Raya.
David Raya. AFP/Adrian Dennis

David Raya, markmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni fær gullhanskann en það var ljóst eftir að Jordan Pickford, markmaður Everton, fékk á sig mark gegn Luton Town í gær.

Fyrir leikinn í gærkvöldi var Pickford sá eini sem gat tekið fram úr Raya í keppninni um gullhanskann. Raya hefur haldið hreinu 14 sinnum og Pickford 12 sinnum þegar tveir leikir eru eftir svo Pickford getur náð honum ef Raya heldur ekki hreinu gegn Bournemouth, Manchester United eða Everton. Pickford hefur þó fengið töluvert fleiri mörk á sig.

Raya er á láni hjá Arsenal frá Brentford en Aaron Ramsdale, varamarkmaður liðins er einnig öflugur og er einn af varamarkmönnum enska landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert