Útlitið svart fyrir Jóhann Berg og félaga

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark í dag. AFP/Darren Staples

Newcastle valtaði yfir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór 4:1 fyrir gestunum á Turf Moor.

Burnley er nú með 24 stig í 19. sæti, fallsæti, og er fimm stigum frá öruggu sæti. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá vann Nottingham Forest 3:1 sigur á Sheffield United en Forest er einnig í fallbaráttu.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á af bekknum á 62. mínútu og lagði upp sárabótarmark Burnley í leiknum á 86. mínútu sem Dara O´Shea skoraði.

Aðeins tveir leikir eru eftir af tímabilinu en ef Burnley tapar gegn Totenham í næsta leik þá er liðið fallið.

Ef Burnley vinnur Tottenham og Nottingham Forest tapar fyrir Chelsea þá mætast liðin í hreinum úrslitaleik í fallbaráttunni 19. maí.

Leikur Brentford og Fulham endaði með markalausu jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert