Sean Longstaff og Joel Veltman skoruðu mörk sinna liða þegar Newcastle United og Brighton & Hove Albion skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Bæði mörkin komu af stuttu færi í fyrri hálfleik en Veltman kom Brighton í forystu eftir skallasendingu Dannys Welbecks.
Elliott Anderson lagði svo upp mark Longstaff skömmu fyrir leikhlé.
Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan.