Norwich og Leeds skildu jöfn

Sam Byram leikmaður Leeds og fyrrum leikmaður Norwich
Sam Byram leikmaður Leeds og fyrrum leikmaður Norwich Ljósmynd/Leeds United

Fyrri leik Norwich City og Leeds United í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk rétt í þessu með 0:0 jafntefli. Leikurinn fór fram á Carrow Road í Norwich

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en mark Junior Firpo fyrir Leeds var dæmt af í fyrri hálfleik vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Áður hafði Leeds gert tilkall til vítaspyrnu þegar Borja Sainz virtist brjóta á Willy Gnonto en ekkert var dæmt.

Liðin mætast í síðari leiknum á Elland Road í Leeds á fimmtudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert