Yfirgefur Manchester United

Raphaël Varane.
Raphaël Varane. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Raphaël Varane mun yfirgefa herbúðir Manchester United að yfirstandandi tímabili loknu er samningur hans rennur út. 

Frá þessu tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Varane hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. 

Varane gekk til liðs við United frá Real Madrid sumarið 2021 og hefur leikið 93 leiki fyrir félagið, skorað tvö mörk og unnið deildabikarinn. 

Varane vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid og þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka