Rekinn eftir skell gærkvöldsins

Stjórarnir Jürgen Klopp og David Wagner á hliðarlínunni.
Stjórarnir Jürgen Klopp og David Wagner á hliðarlínunni. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnustjórinn David Wagner verður rekinn í dag eftir að lið hans Norwich mátti þola stórt tap fyrir Leeds, 4:0, í seinni leik liðanna í undanúr­slit­um um­spils B-deild­ar­inn­ar í kvöld.

Er þar með ljóst að Norwich fer ekki upp um deild og samkvæmt SkySports þarlendis á að reka stjórann í dag. 

Wagner tók við Norwich í janúar á síðasta ári en hann hefur einnig stýrt Huddersfield, Schalke, Young Boys og varaliði Dortmund. 

Uppfært:
Norwich City hefur staðfest að Wagner sé hættur störfum hjá  félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert