Áfram í úrvalsdeildinni þrátt fyrir fall?

Ross Barkley lék vel með Luton á leiktíðinni, þrátt fyrir …
Ross Barkley lék vel með Luton á leiktíðinni, þrátt fyrir fall. AFP/Henry Nicholls

Enski knattspyrnumaðurinn Ross Barkley verður mögulega áfram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð, þrátt fyrir að hann hafi fallið með Luton Town á nýliðnu tímabili.

Barkley lék vel með Luton á tímabilinu, þrátt fyrir fallið, og The Athletic greinir frá að Aston Villa hafi mikinn áhuga á miðjumanninum.

Hann vill sjálfur halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni og Villa er heillandi áfangastaður, sérstaklega í ljósi þess að liðið tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert